Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. júní 2019 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Barella þrumaði í andlitið á boltasæki
Mynd: Getty Images
Ítalía lenti ekki í vandræðum í heimsókn sinni til Grikklands í undankeppni EM 2020 fyrr í kvöld.

Ítalir yfirspiluðu Grikki frá fyrstu mínútu og uppskáru 0-3 sigur sem hefði hæglega getað orðið stærri.

Leikstíll Ítalíu hefur breyst undir stjórn Roberto Mancini og er þetta sjöundi sigur liðsins í röð í undankeppni fyrir EM. í þessum sjö leikjum hefur Ítalía haldið hreinu sex sinnum.

Það var ekki mikið að frétta úr leiknum fyrir utan yfirburði Ítalíu og dúndru frá Nicoló Barella sem fór í andlitið á grískum boltasæki.

Barella hefði getað fengið gult spjald þar sem boltinn var ekki í leik þegar hann skaut honum. Þetta var augljóst pirringsskot en afar ólíklegt að um viljaverk hafi verið að ræða. Barella fór beint til stráksins að biðjast afsökunar.

Barella er 22 ára miðjumaður og mun líklegast skipta um félag í sumar enda gífurlega eftirsóttur. Líklegasti áfangastaðurinn er Inter, sem er reiðubúið til að greiða 50 milljónir evra fyrir hann.

Hann skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld og var það hans annað landsliðsmark í sex leikjum.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner