Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. nóvember 2018 14:00
Elvar Geir Magnússon
Hamren opinberar landsliðshóp á morgun - Belgía og Katar framundan
Icelandair
Hamren kynnir landsliðshóp á morgun.
Hamren kynnir landsliðshóp á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun verður fréttamannafundur í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal þar sem Erik Hamren landsliðsþjálfari mun opinbera hóp sinn fyrir komandi verkefni.

Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeildinni í Brussel fimmtudaginn 15. nóvember og leikur svo vináttulandsleik gegn Katar, í Eupen í Belgíu, fjórum dögum síðar. Belgar tilkynna einnig hóp sinn á morgun.

Ljóst er fyrir leikinn í Brussel að Ísland mun enda í neðsta sæti í sínum riðli í Þjóðadeildinni og falla úr A-deild keppninnar.

Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Emil Hallfreðsson og Jón Daði Böðvarsson eru á meiðslalistanum og verða ekki með. Þá gefur Viðar Örn Kjartansson ekki kost á sér.

Búast má við því að Hamren velji stóran hóp fyrir þessa tvo leiki. Fastlega má reikna með því að Arnór Sigurðsson verði valinn í landsliðið í fyrsta sinn en hann skoraði fyrir CSKA Moskvu gegn Roma í Meistaradeildinni í gær.

Fréttamannafundurinn verður 13:15 og verður í beinni hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner