banner
fim 08.nóv 2018 14:00
Elvar Geir Magnússon
Hamren opinberar landsliđshóp á morgun - Belgía og Katar framundan
Icelandair
Borgun
watermark Hamren kynnir landsliđshóp á morgun.
Hamren kynnir landsliđshóp á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
Á morgun verđur fréttamannafundur í höfuđstöđvum KSÍ í Laugardal ţar sem Erik Hamren landsliđsţjálfari mun opinbera hóp sinn fyrir komandi verkefni.

Ísland mćtir Belgíu í Ţjóđadeildinni í Brussel fimmtudaginn 15. nóvember og leikur svo vináttulandsleik gegn Katar, í Eupen í Belgíu, fjórum dögum síđar. Belgar tilkynna einnig hóp sinn á morgun.

Ljóst er fyrir leikinn í Brussel ađ Ísland mun enda í neđsta sćti í sínum riđli í Ţjóđadeildinni og falla úr A-deild keppninnar.

Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Emil Hallfređsson og Jón Dađi Böđvarsson eru á meiđslalistanum og verđa ekki međ. Ţá gefur Viđar Örn Kjartansson ekki kost á sér.

Búast má viđ ţví ađ Hamren velji stóran hóp fyrir ţessa tvo leiki. Fastlega má reikna međ ţví ađ Arnór Sigurđsson verđi valinn í landsliđiđ í fyrsta sinn en hann skorađi fyrir CSKA Moskvu gegn Roma í Meistaradeildinni í gćr.

Fréttamannafundurinn verđur 13:15 og verđur í beinni hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | mán 10. desember 16:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 28. nóvember 14:00
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
No matches