Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. janúar 2019 12:30
Arnar Helgi Magnússon
Leikmaður Everton lætur félagið heyra það
Mynd: Getty Images
Nikola Vlasic, leikmaður Everton sem er á láni hjá CSKA Mosvku lætur enska félagið heyra það í nýju viðtali sem að birtist við kappann í Rússneskum fjölmiðlum á dögunum.

„Everton eyddi gífurlega miklum fjárhæðum í styrkingar síðasta sumar. Þeir keyptu Richarlison, Yerri Mina og Lucas Digne, samt er liðið í 11. sæti deildarinnar," segir Vlasic.

„Ef að ég þekki klúbbinn rétt þá þurfa þeir að eyða aðeins meira í dýra leikmenn á næsta tímabili til þess að enda ofar. Svona gengur þetta í hringi"

„Eina sem að þeir eru að reyna að gera er að vera eins og hin liðin. Þeir halda að þeir séu nýja Tottenham."

Vlasic yfirgaf Tottenham þegar Sam Allardyce var stjóri liðsins.

„Það breyttist allt eftir að Koeman fór. Fótboltinn sem að Sam spilaði var hræðilegur, það er ekki hægt að kalla þetta fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner