Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. janúar 2022 12:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fékk skilaboð frá Danmörku - „Skildi ekki af hverju Kristófer væri ekki í hópnum"
Icelandair
Mynd: Getty Images
Kristófer Ingi Kristinsson hefur gert þokkalega hluti þegar hann hefur fengið tækifæri með liði sínu SönderjyskE í Danmörku. Hann hefur verið sérstaklega öflugur í bikarnum, skoraði fyrr í vetur bæði mörk liðsins í framlengdum leik gegn AGF og skaut sínu liði áfram.

Kristófer er 22 ára sóknarmaður og er ekki í íslenska landsliðshópnum sem er þessa stundina í Tyrklandi og undirbýr sig fyrir leik gegn Suður-Kóreu á laugardag. Kristófer var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Það eru alveg leikmenn eins og Aron Sigurðarson hjá Horsens og Kristófer Ingi hjá SönderjyskE sem hefðu getað verið í þessum hópi," sagði Sæbjörn Steinke þegar rætt var um hvaða leikmenn hefðu getað verið í landsliðshópnum. Áður hafði verið talað um Axel Óskar Andrésson sem spilar með Riga FC í Lettlandi. Þá var einnig rætt um Árna Vilhjálmsson og Böðvar Böðvarsson. Þá var greint frá því að þeir Samúel Kári Friðjónsson og Willum Þór Willumsson gátu ekki tekið þátt í verkefninu vegna meiðsla. En aftur að Kristófer Inga.

„Ég fékk reyndar skilaboð frá Danmörku um það, það var mætur maður, ansi ofarlega í knattspyrnukeðjunni þar sem skildi ekki hvað væri í gangi - af hverju Kristófer Ingi Kristinsson væri ekki í þessum landsliðshóp," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Hann er svo sem ekkert að kveikja í dönsku úrvalsdeildinni, mikið að koma inn á sem varamaður og ekki skorað mark í deildinni. Ég held að það sé ekkert sjokk í þessu," bætti Tómas við.

Kristófer var í viðtali hér á Fótbolti.net í síðustu viku og var hann spurður út í landsliðið. „Ég var í rauninni ekkert að pæla í landsliðshópnum, þetta er bara fínt fyrir þá sem voru valdir. Ég vonast alltaf til að vera í þessum hóp en svona er þetta, ekkert hægt að gera í því," sagði Kristófer.
Kristófer ætlar að skora tólf mörk á tímabilinu - „Stefni mjög hátt"
Útvarpsþátturinn - Boltafréttir og breytt Íslandsmót
Athugasemdir
banner
banner
banner