Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. september 2018 22:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Emery heimtar að Monreal fái nýjan samning
Emery er mjög sáttur með Nacho Monreal.
Emery er mjög sáttur með Nacho Monreal.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjóri Arsenal, Unai Emery vill að félagið gangi frá nýjum samningi við spænska varnarmanninn Nacho Monreal sem á skilið framlenginu a samningi sínum að mati stjórans.

Monreal hefur byrjað alla þrjá leiki liðsins í úrvalsdeildinni undir stjórn Emery og skoraði meðal annars mikilvægt jöfnunarmark í sigri Arsenal á West Ham. Hinn 32 ára gamli Monreal staðfesti í vikunni að hann væri í viðræðum um framlengingu og Emery vill endilega sjá það gerast.

Í fyrsta lagi, ég þekkti Nacho Monreal á Spáni þegar hann spilaði með Osasuna og Malaga. Eftir tvær vikur, tvo mánuði og núna, ég get sagt að ég er mjög ánægður með hann vegna þess að hann er 32 ára gamall og er að spila á mjög góðu stigi, ” sagði Emery.

Ég held að við þurfum að finna nýjan samning fyrir hann svo að hann verði áfram hluti af Arsenal. ”

Eftir töp gegn Manchester City og Chelsea í upphafi tímabils náði Arsenal að sigra West Ham og Cardiff fyrir landsleikjahlé. Emery vonast nú til þess að geta nýtt sér meðbyrinn á næstu vikum til þess að ná góðum úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner