Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 13. nóvember 2018 07:30
Fótbolti.net
Þjálfaralistinn - Allt klárt í Pepsi-deildinni
Kristján Guðmundsson tók við Stjörnunni í haust.
Kristján Guðmundsson tók við Stjörnunni í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson heldur áfram með Íslands og bikarmeistara Breiðabliks.
Þorsteinn Halldórsson heldur áfram með Íslands og bikarmeistara Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Eiríksson er nýr þjálfari FH.
Guðni Eiríksson er nýr þjálfari FH.
Mynd: FH
Ekki er ljóst hver stýrir ÍR næsta sumar.
Ekki er ljóst hver stýrir ÍR næsta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér má hverjir verða þjálfarar í Pepsi og Inkasso-deild kvenna á næsta tímabili.

Jón Óli Daníelsson tók við ÍBV um helgina og þvi er allt klárt í Pepsi-deildinni. ÍR á eftir að ráða þjálfara í Inkasso-deildinni.

*Nýr þjálfari frá síðasta tímabili.



Pepsi-deild kvenna

Breiðablik - Þorsteinn Halldórsson
Steini Halldórs heldur áfram með Íslands og bikarmeistarana í Kópavogi.

Þór/KA - Halldór Jón Sigurðsson
Í vikunni var staðfest að Donni heldur áfram með Þór/KA og freistar þess að ná Íslandsmeistaratitlinum aftur á Akureyri næsta sumar.

Stjarnan - Kristján Guðmundsson*
Kristján tók við keflinu í Garðabæ í haust eftir að Ólafur Þór Guðbjörnsson lét af störfum.

Valur - Pétur Pétursson
Hinn þrautreyndi Pétur verður annað árið í röð með lið Vals.

ÍBV - Jón Óli Daníelsson
Ian Jeffs hætti í haust eftir að hafa stýrt ÍBV undanfarin fjögur ár. Jón Óli tók við liðinu á nýjan leik en hann stýrði ÍBV samfleytt frá 2007-2014.

Selfoss - Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías hefur náð eftirtektaverðum árangri með Selfoss undanfarin tvö ár og hann heldur áfram.

HK/Víkingur - Þórhallur Víkingsson
Þórhallur hélt nýliðum HK/Víkings örugglega uppi á sínu fyrsta ári sem þjálfari.

KR - Bojana Besic
Bojana Besic verður þjálfari KR annað árið í röð en hún hafði áður verið yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu.

Fylkir - Kjartan Stefánsson
Kjartan stýrði Fylki upp í Pepsi-deildina á nýjan leik og heldur áfram við stjórnvölinn.

Keflavík - Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar kom Keflavík upp eftir nokkur ár í röð í næstefstu deild.

Inkasso-deild kvenna

Grindavík -
Ray Anthony Jónsson var ráðinn þjálfari Grindavíkur í fyrrahaust og hann tekur annað tímabil með liðinu.

FH - Guðni Eiríksson*
Guðni tók við FH af Orra Þórðarsyni eftir fall úr Pepsi-deildinni. Guðni hefur starfað lengi fyrir FH og var aðstoðarþjálfari í meistaraflokki kvenna 2015 og 2016.

ÍA - Helena Ólafsdóttir
Fyrrum landsliðsþjálfarinn Helena Ólafsdóttir er ennþá við stjórnvölinn hjá ÍA. Skagastelpur stefna upp eftir að hafa verið nálægt Pepsi-deildarsæti í ár.

Þróttur R. - Nik Chamberlain
Englendingurinn er áfram þjálfari Þróttar en liðið var nálægt toppbaráttunni síðastliðið sumar.

Haukar - Jakob Leó Bjarnason
Jakob Leó tók við Haukum fyrir ári síðan og hann er að sigla inn í sitt annað tímabil með liðið.

Fjölnir - Páll Árnason
Fjölnir hélt sæti sínu sem nýliði og Páll verður áfram þjálfari í ár.

Afturelding/Fram - Júlíus Ármann Júlíusson
Júlíus hefur stýrt Aftureldingu/Fram undanfarin ár og heldur áfram um stjórnartaumana þar.

ÍR - ÓRÁÐIÐ
Guðmundur Guðjónsson stýrði ÍR fyrri hluta sumars en Engilbert Ó.H. Friðfinnsson tók við af honum í ágúst og kláraði tímabilið. Óvíst er hver stýrir ÍR næsta sumar.

Tindastóll - Jón Stefán Jónsson
Jón Stefán Jónsson kom Tindastóli aftur upp í Inkasso-deildina og heldur áfram sem þjálfari.

Augnablik - Vilhjálmur Kári Haraldsson*
Vilhjálmur Kári Haraldsson var ráðinn þjálfari nýliða Augnabliks á dögunum. Hann tekur við af Ásmundi Arnarssyni sem tók við karlaliði Fjölnis í haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner