Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. maí 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cagliari ekki refsað fyrir apahljóð sem beindust að Kean
Mynd: Getty Images
Ítalska knattspyrnusambandið hefur tekið ákvörðun um að Cagliari verði ekki refsað fyrir apahljóð stuðningsmanna í 0-2 tapi gegn Juventus í apríl.

Það tók sambandið rúman mánuð að komast að niðurstöðu í málinu en hún hefur vakið hörð viðbrögð á Ítalíu og víðar.

Kean og aðrir leikmenn heyrðu apahljóð og svaraði sóknarmaðurinn ungi með marki. Hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Cagliari sem urðu reiðir og margfölduðu apahljóðin.

Stuðningsmenn voru svo háværir að dómarinn stöðvaði leikinn og þurfti Luca Ceppitelli, fyrirliði Cagliari, að fara á bak við markið og biðja þá um að hætta. Þegar það dugði ekki voru þeir beðnir um að hætta í kallkerfinu.

Þeir hækkuðu enn meira í sér í kjölfarið og gaf Blaise Matuidi merki um að vilja yfirgefa völlinn. Dómarinn ræddi við þjálfara beggja liða en ákvað að láta leikinn halda áfram enda aðeins fimm mínútur eftir.

„Kean veit að þegar hann skorar mark þá á hann að einbeita sér að því að fagna með liðsfélögunum. Hann veit að hann hefði getað hagað sér betur í þessu tilfelli," sagði Leonardo Bonucci, samherji Kean hjá Juventus, að leikslokum.

„Apahljóðin voru hávær eftir markið en ég held að sökin sé báðum megin. Moise hefði ekki átt að fagna svona en stuðningsmennirnir hefðu heldur ekki átt að bregðast svona við.

„Við erum atvinnumenn og eigum að haga okkur eins og fyrirmyndir, við eigum ekki að ögra fólki."


Bonucci var gagnrýndur harðlega fyrir þessi ummæli sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner