Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. mars 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Verður Meistaradeildin útkljáð með móti í Tyrklandi?
Mynd: Getty Images
UEFA mun á morgun halda fund þar sem framhaldið í Evrópuboltanum verður ákveðið. Kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn undanfarnar vikur og leikjum hefur verið frestað í 16-liða úrslitum í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Ein af hugmyndunum sem verður til umræðu á morgun er að halda stutt mót til að fá sigurvegara í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Í stað þess að leika heima og að heiman í undanúrslitum og 8-liða úrslitum gætu farið fram mót í borgunum sem úrslitaleikirnir eiga að fara fram í.

Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni á að fara fram í Istanbul í Tyrklandi í ár en úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni í Gdansk í Póllandi.

EM landsliða, sem á að hefjast 12. júní, verður mögulega frestað um ár. Það sem flækir það er að sumarið 2021 eiga EM kvenna, EM U21 landsliða og HM félagsliða einnig að fara fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner