
Eins og flestir vita þá mætast Bosnía/Hersegóvína og Ísland næsta fimmtudagskvöld í undankeppni EM. Bæði lið sjá möguleika á því að komast á EM í Þýskalandi.
Bosníumenn verða án lykilmannsins Miralem Pjanic sem er meiddur og þá er líklegt að varnarmaðurinn Sead Kolasinac verði einnig fjarri góðu gamni, eftir meiðsli sem hann hlaut í leik með Marseille.
Kolasinac, sem er fyrrum leikmaður Arsenal, mun þó koma til móts við bosníska hópinn á mánudag og þá munu liðslæknarnir skoða meiðsli hans.
Bosníumenn verða án lykilmannsins Miralem Pjanic sem er meiddur og þá er líklegt að varnarmaðurinn Sead Kolasinac verði einnig fjarri góðu gamni, eftir meiðsli sem hann hlaut í leik með Marseille.
Kolasinac, sem er fyrrum leikmaður Arsenal, mun þó koma til móts við bosníska hópinn á mánudag og þá munu liðslæknarnir skoða meiðsli hans.
„Kolasinac vill gera allt sem hægt er til að hjálpa liðinu. Það verður samt ekki tekin nein áhætta svo ákvörðunin verður tekin í samráði við læknana," segir Faruk Hadzibegic, þjálfari Bosníu.
„Mér finnst mikilvægt að Kolasinac vill vera með liðinu, það sýnir liðsandann og gefur vísbendingar um að jákvæðir tímar eru framundan. Við þurfum á mönnum eins og Kolasinac að halda, jafnvel þó hann geti ekki spilað, því hann er mikilvægur í hópnum."
Bosnía mætir Íslandi og Slóvakíu í komandi landsleikjaglugga. Mögulegt er að Kolasinac verði ekki með gegn íslenska liðinu en komi við sögu í hinum leiknum.
Athugasemdir