Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. september 2019 10:41
Magnús Már Einarsson
Fernando Ricksen látinn
Fernando Ricksen (til vinstri) í leik með Zenit St Pétursborg.
Fernando Ricksen (til vinstri) í leik með Zenit St Pétursborg.
Mynd: Getty Images
Fernando Ricksen, fyrrum leikmaður Rangers, er látinn 43 ára að aldri eftir baráttu við MND sjúkdóminn.

Ricksen vann sex titla með Rangers á árunum 2000 til 2006 áður en hann fór til Zenit St. Pétursborg í Rússlandi.

Ricsen var hægri bakvörður og hægri kantmaður á ferli sínum en hann lék einnig tólf leiki með hollenska landsliðinu á ferli sínum.

Árið 2013 greindist Ricksen með MND sjúkdóminn og hann hefur barist hetjulega við hann undanfarin ár. Ricksen stofnaði meðal annars samtök sem hjálpa öðrum í baráttu við sjúkdóminn.

Árið 2015 mættu 41 þúsund áhorfendur á styrktarleik fyrir Ricksen á Ibrox, heimavelli Rangers. Þar söfnuðust 320 þúsund pund (tæplega 50 milljónir króna) sem runnu til Ricksen, dóttur hans Isabellu, MND félagsins í Skotlandi og góðgerðarsamtaka Rangers.
Athugasemdir
banner