Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. janúar 2022 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spennt að sjá Sveindísi spila - „Hefði verið til í að vera þarna að hjálpa þeim"
Amanda Andradóttir
Amanda Andradóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvær ungar og efnilegar íslenskar stelpur eru á mála hjá Kristanstad í Noregi. Amanda Andradóttir rifti samningi sínum við Valerenga og gekk til liðs við Kristianstad um miðjan desembermánuð.

Þá vakti umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon athygli á því á dögunum að Emelía Óskarsdóttir sé gengin í raðir Kristianstad en hún er aðeins 15 ára gömul.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins en Sif Atladóttir fyrrum leikmaður liðsins var til viðtals á Fótbolta.net á dögunum og var spurð hvernig henni litist á það að Amanda og Emelía séu mættar til Betu.

„Rosalega vel. Þetta er góður staður fyrir þær að vera á, það munar alveg að vera með íslenskan þjálfara þegar maður er svona ungur, að geta talað móðurmálið sitt. Ég held að Sveindís hafi fundið fyrir því í fyrra að fá þennan stuðning frá samlanda."

„Ég hefði verið til í að vera þarna með þeim til að hjálpa þeim, ég fæ vonandi að gera það í landsliðinu í staðinn. Þetta verður áskorun fyrir Amöndu en hún er metnaðargjörn og miklir hæfileikar í þessari stelpu. Beta er góður þjálfari fyrir hana til að hjálpa henni í þessum skrefum, það er erfitt að vera ungur og hvað þá að vera ungur og þetta góður. Það eru ákveðnar kröfur sem eru settar en ég held að hún sé í góðu umhverfi til að fá að njóta og gera sín mistök og vaxa."

Þetta á eftir að verða erfitt fyrir Sveindísi

Sveindís Jane Jónsdóttir var á láni frá Wolfsburg hjá Kristianstad á síðasta tímabili. Hún fór aftur til Wolfsburg í byrjun desember og fer vonandi að fá tækifæri með þýska liðinu í bráð. Er hún tilbúin í það?

„Já ég held það. Þetta á eftir að vera mjög erfitt fyrir hana. Kúltúrinn í Þýskalandi er öðruvísi, það er töluvert harðara tekið á því í þessum liðum, nú var ég sjálf í kannski minna liði og það var meira fjölskylduvænt en þegar þú ert komin á toppinn þá ertu að keppa við 23 aðra leikmenn sem eru líka á toppnum."

„Þetta verður mjög erfitt fyrir hana en ég hef mjög mikla trú á henni og veit að hún á eftir að standa sig. Árið hjá okkur undirbjó hana vel og ég er ógeðslega spennt að sjá hana spila."
Sif Atla: Kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað
Athugasemdir
banner
banner