Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aguero kennir spænsku á BBC
Mynd: Getty Images
Breska ríkissjónvarpið hefur tekið höndum saman með ýmsum heimsfrægum einstaklingum í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Markmið BBC er að hvetja fólk til að halda sig heima og var fengið menn á borð við náttúrulífsfræðinginn David Attenborough og eðlisfræðinginn Brian Cox til liðs við sig. Þeir munu sinna því hlutverki að kenna börnum ýmsa hluti í gegnum sjónvarpið meðan skólar eru lokaðir næstu tvær vikur.

Það vantaði þó spænskukennara og eftir víðamikla leit varð Sergio Agüero fyrir valinu.

„Þetta ástand er erfitt fyrir börn og líka foreldra, sem þurfa að berjast við að láta börnin sín sinna skólavinnunni. BBC er að vinna frábært starf og það er heiður að geta veitt aðstoð mína," sagði Aguero.

Jode Whittiker, sem leikur meðal annars Doctor Who, mun einnig vera með kennslu rétt eins og Liam Payne, söngvari í One Direction.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner