Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho varar við stórum töpum næstu vikur
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho varar stuðningsmenn Manchester United við því að liðið gæti tapað einhverjum æfingaleikjum á undirbúningstímabilinu með miklum mun.

Félagið er í æfingaferð um Bandaríkin og vantar marga lykilmenn í hópinn sem eru í fríi eftir HM.

Rauðu djöflarnir gerðu 1-1 jafntefli við Club America í fyrradag og framundan eru leikir gegn San Jose Earthquakes, AC Milan, Liverpool og Real Madrid.

„Club America er að klára undirbúningstímabilið sitt, San Jose er á miðju tímabili og AC Milan mætir með allan leikmannahópinn sinn því Ítalía fór ekki á HM," sagði Mourinho eftir jafnteflið.

„Svo er Liverpool, ég held að þeir séu með næstum allan hópinn sinn. Real Madrid verður með allan hópinn sinn því Spánn datt snemma úr leik.

„Ég vill einfaldlega sjá mína menn gera sitt besta. Ég óttast ekki að tapa, þó að við töpum stórt."

Athugasemdir
banner
banner
banner