Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. janúar 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Mikið undir á Emirates
Arsenal mætir Man Utd
Arsenal mætir Man Utd
Mynd: EPA
Arsenal og Manchester United mætast í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Emirates-leikvanginum klukkan 16:30 í dag, en það er mikið undir í þessum stórslag.

Englandsmeistarar Manchester City taka á móti Wolves á Etihad-leikvanginum klukkan 14:00. Pep Guardiola, stjóri City, hefur talað um það að hann sé ekki sáttur við hvernig liðið er að spila, en spurning hvort það breytist í dag?

Leeds spilar við Brentford á sama tíma á Elland Road.

Klukkan 16:30 er síðan stórleikur helgarinnar er Arsenal mætir Manchester United á Emirates-leikvanginum. Arsenal getur styrkt stöðu sína á toppnum og um leið eyðilagt vonir United um að vera í titilbaráttu. En ef United tekst að vinna mun allt opnast upp á gátt.

Leikir dagsins:
14:00 Man City - Wolves
14:00 Leeds - Brentford
16:30 Arsenal - Man Utd
Athugasemdir
banner
banner