Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 22. júlí 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron til í MLS einn daginn - Erfitt að segja nei við Beckham
Mynd: Getty Images
Aron Jóhannsson gekk á dögunum í raðir sænska úrvalsdeildarfélagsins Hammarby eftir erfiða tíma hjá Werder Bremen í Þýskalandi.

Aron á íslenska foreldra og lék hann með Fjölni áður en hann fór til AGF í Danmörku árið 2010. Aron valdi hins vegar að spila fyrir bandaríska landsliðið þar sem hann er fæddur í Mobile í Alabama.

Hann á enn eftir að spila í Bandaríkjunum í MLS-deildinni, en í viðtali við útvarpsþátt Fótbolta.net um helgina sagðist hann hafa fengið boð þaðan áður en hann samdi við Hammarby.

„Það var í boði núna, en ekkert sem mér fannst nógu spennandi. Ef allt gengur vel væri ég til í að spila þar," sagði Aron sem er ekki í vafa um hverju hann myndi svara ef David Beckham myndi hringja. Beckham er eigandi Inter Miami, en stefnt er að því að það félag komi inn í MLS-deildina á næsta ári.

„Ég myndi bara segja já," sagði Aron.

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hérna.

Sjá einnig:
Aron Jó um meiðsli sín: Hreinn viðbjóður
Athugasemdir
banner
banner
banner