Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. júní 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe langar á tvö stórmót næsta sumar
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe hefur mikinn áhuga á því að spila á Ólympíuleikjunum í Tókýó á næsta ári - þrátt fyrir að leikarnir hefjist aðeins 10 dögum eftir að EM alls staðar lýkur.

Þessi tvítugi leikmaður Paris Saint-Germain fór á kostum þegar Frakkland vann HM í fyrra og hann stefnir á að bæta við tveimur titlum með landsliðinu næsta sumar.

Frakkland mun leika á Ólympíuleikunum eftir að U21 landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM U21.

Þegar franska landsliðið tryggði sér farseðilinn til Tókýó birti Mbappe tíst þar sem hann skrifaði: „TOKYO 2020 🤩🇫🇷"

Mbappe verður gjaldgengur í franska liðið á Ólympíuleikana. Í liðunum á Ólympíuleikunum eru leikmenn yngri en 23 ára og að hámarki þrír leikmenn sem eru eldri en 23 ára.



Athugasemdir
banner
banner
banner