Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. nóvember 2020 14:56
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Kjartan Henry skoraði í fyrsta sigri Horsens
Mynd: Getty Images
Horsens 3 - 1 Vejle
1-0 L. Prip ('8, víti)
2-0 Kjartan Henry Finnbogason ('41)
3-0 J. Pohl ('49, víti)
3-1 W. Faghir ('92)

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Horsens og skoraði annað mark leiksins í 3-1 sigri gegn Vejle.

Horsens komst í þriggja marka forystu þökk sé góðri færanýtingu, en gestirnir áttu 20 marktilraunir og náðu aðeins að skora eitt mark í uppbótartíma.

Þetta var fyrsti sigur Horsens í efstu deild danska boltans og er liðið komið með sex stig eftir tíu umferðir.

Ágúst Eðvald Hlynsson fékk að spila síðustu mínúturnar í leiknum í liði Horsens. Þetta var hans fyrsti leikur í efstu deild en hann spilaði 90 mínútur í 2-4 sigri í bikarnum fyrr í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner