Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 30. janúar 2023 17:30
Elvar Geir Magnússon
Milik missir af mörgum leikjum vegna meiðsla
Mynd: EPA
Pólski framherjinn Arkadiusz Milik hjá Juventus verður væntanlega frá í 6-8 vikur vegna meiðsla í læri.

Hann meiddist í lokin á 2-0 tapi gegn Monza.

Þessi fyrrum leikmaður Napoli hefur staðið sig býsna vel í Tórínó síðan hann kom á láni frá Marseille í sumar. Hann er með átta mörk í 23 leikjum.

Meiðsli Milik eru þungt högg fyrir Juventus. Félagið hefur þó nýlega endurheimt Paul Pogba og Dusan Vlahovic af meiðslistanum.

Juventus er komið niður í þrettánda sæti ítölsku A-deildarinnar en 15 stig voru dregin af liðinu vegna fjárhagssvindl og óreglu í bókhaldi félagsins.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
2 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
5 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Sassuolo 17 6 4 7 22 21 +1 22
10 Atalanta 17 5 7 5 20 19 +1 22
11 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner