Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 30. nóvember 2019 12:44
Ívan Guðjón Baldursson
Bose-mótið: Emil Hallfreðs spilaði í sigri gegn Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 4 - 2 Grótta
0-1 Gunnar Jónas Hauksson
1-1 Viktor Smári Segatta
2-1 Jónatan Ingi Jónsson
3-1 Þórir Jóhann Helgason
3-2 Pétur Theódór Árnason
4-2 Þórir Jóhann Helgason

Emil Hallfreðsson spilaði allan leikinn er FH lagði Gróttu að velli í Bose-mótinu í dag. Þetta er annar leikurinn með FH sem Emil klárar í vikunni.

Grótta komst yfir með marki frá Gunnari Jónasi Haukssyni en Viktor Smári Segatta og Jónatan Ingi Jónsson sneru stöðunni við.

Þórir Jóhann Helgason fagnaði nýjum samningi með tvennu og gerði Pétur Theódór Árnason eitt fyrir Seltirninga. Lokatölur 4-2.

FH endar því í öðru sæti riðilsins, á undan Víkingi R. og Gróttu sem er stigalaust á botninum.
Athugasemdir
banner
banner