Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   sun 31. maí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Gladbach og Dortmund mæta til leiks
Þýski boltinn heldur áfram að rúlla í dag þegar Borussia Mönchengladbach fær nýliða Union Berlin í heimsókn.

Hvorugt liðið hefur verið sannfærandi eftir Covid-19 hlé en Gladbach er enn í harðri fjögurra liða baráttu um Meistaradeildarsæti.

Sigur í dag kæmi liðinu upp við hlið Bayer Leverkusen í þriðja sæti, með 56 stig eftir 29 umferðir. Union er aftur á móti í fallbaráttunni, fjórum stigum frá fallsvæði sem stendur.

Svissnesku landsliðsmennirnir Denis Zakaria og Breel Embolo verða ekki með Gladbach vegna meiðsla.

Botnlið Paderborn á afar erfiðan heimaleik gegn Borussia Dortmund í seinni leik dagsins.

Paderborn er búið að gera þrjú jafntefli eftir hlé og með markatöluna 1-1. Samúel Kári Friðjónsson hefur verið frá vegna meiðsla.

Dortmund er svo gott sem búið að missa af toppsætinu eftir tap á heimavelli gegn Bayern í síðustu umferð.

Erling Braut Haaland, Marco Reus, Mahmoud Dahoud, Nico Schulz og Dan-Axel Zagadou eru allir fjarverandi vegna meiðsla í liði Dortmund.

Leikirnir verða sýndir á Viaplay.

Leikir dagsins:
13:30 Gladbach - Union Berlin
16:00 Paderborn - Dortmund
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 2 2 0 0 9 2 +7 6
2 Köln 2 2 0 0 5 1 +4 6
3 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
4 Dortmund 2 1 1 0 6 3 +3 4
5 St. Pauli 2 1 1 0 5 3 +2 4
6 Wolfsburg 2 1 1 0 4 2 +2 4
7 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
8 Augsburg 2 1 0 1 5 4 +1 3
9 Stuttgart 2 1 0 1 2 2 0 3
10 Hoffenheim 2 1 0 1 3 4 -1 3
11 Union Berlin 2 1 0 1 2 4 -2 3
12 RB Leipzig 2 1 0 1 2 6 -4 3
13 Mainz 2 0 1 1 1 2 -1 1
14 Gladbach 2 0 1 1 0 1 -1 1
15 Hamburger 2 0 1 1 0 2 -2 1
16 Werder 2 0 1 1 4 7 -3 1
17 Heidenheim 2 0 0 2 1 5 -4 0
18 Freiburg 2 0 0 2 2 7 -5 0
Athugasemdir
banner