
„Maður finnur að þjóðin er komin á vagninn og við breytum ekki bara til að breyta," sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi þar sem hópurinn fyrir komandi leiki gegn Úkraínu og Frakklandi var kynntur.
Arnar gerir tvær breytingar frá endanlega landsliðshópnum í síðasta glugga, þar sem Aron Einar og Orri Steinn Óskarsson neyddust til að draga sig úr upprunalega hópnum vegna meiðsla.
Aron Einar snýr hins vegar aftur í hópinn að þessu sinni, en Orri er ennþá á meiðslalistanum. Jóhann Berg Guðmundsson er jafnframt utan hóps. Þá kemur Andri Fannar Baldursson kemur inn í hópinn. Úr hópnum fara þeir Hjörtur Hermannsson ásamt Willum Þór Willumssyni sem er meiddur.
„Hjörtur kom inn fyrir Aron í síðasta glugga og ég verð að hrósa honum. Hann kom inn af þvílíkri fagmennsku, það er erfitt að koma svona inn á lokametrunum. Hann stóð sig hrikalega vel og það var súrt að skilja hann eftir," segir Arnar.
„Heill Aron er rosalega mikilvægur fyrir okkur. Hann hefur spilað mikið og er í góðu standi. Hann var valinn að þessu sinni."
Arnar gerir tvær breytingar frá endanlega landsliðshópnum í síðasta glugga, þar sem Aron Einar og Orri Steinn Óskarsson neyddust til að draga sig úr upprunalega hópnum vegna meiðsla.
Aron Einar snýr hins vegar aftur í hópinn að þessu sinni, en Orri er ennþá á meiðslalistanum. Jóhann Berg Guðmundsson er jafnframt utan hóps. Þá kemur Andri Fannar Baldursson kemur inn í hópinn. Úr hópnum fara þeir Hjörtur Hermannsson ásamt Willum Þór Willumssyni sem er meiddur.
„Hjörtur kom inn fyrir Aron í síðasta glugga og ég verð að hrósa honum. Hann kom inn af þvílíkri fagmennsku, það er erfitt að koma svona inn á lokametrunum. Hann stóð sig hrikalega vel og það var súrt að skilja hann eftir," segir Arnar.
„Heill Aron er rosalega mikilvægur fyrir okkur. Hann hefur spilað mikið og er í góðu standi. Hann var valinn að þessu sinni."
Fagna því að hann sé mættur
Andri Fannar kemur inn í hópinn í stað Willums. Arnar segist horfa á Willum sem miðjumann í landsliðinu en ekki 'tíuð eins og hann spilar með Birmingham.
„Andri Fannar var að spila á San Siro þegar hann var átján ára og hans biðu bjartar vonir og væntingar. Svo komu meiðsli og annað sem margir af okkar leikmönnum lent í. Þetta er leikmaður sem hefur farið í gegnum öll yngri landslið Íslands og staðið sig mjög vel, hann er kominn á gott ról og ég fagna þvi að hann sé kominn til móts við hópinn. Hann er bara 23 ára," segir Arnar en Andri spilar í dag fyrir tyrkneska liðið Kasimpasa.
Ísland mætir Úkraínu á föstudaginn í næstu viku og svo Frakklandi á mánudeginum þar á eftir. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli og uppselt á þá. Ísland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en það sæti gefur umspilssæti fyrir HM.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 1 | +3 | 6 |
2. Ísland | 2 | 1 | 0 | 1 | 6 - 2 | +4 | 3 |
3. Úkraína | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 3 | -2 | 1 |
4. Aserbaísjan | 2 | 0 | 1 | 1 | 1 - 6 | -5 | 1 |
Athugasemdir