Hildur Antonsdóttir var á skotskónum þegar Madrid CFF vann Espanyol í miklum markaleik.
Espanyol komst yfir en Madrid var með 4-1 forystu í hálfleik. Hildur skoraði annað mark liðsins. Madrid vann leikinn 5-2. Liðið er í 6. sæti spænsku deildarinnar með 23 stig eftir 13 umferðir.
Espanyol komst yfir en Madrid var með 4-1 forystu í hálfleik. Hildur skoraði annað mark liðsins. Madrid vann leikinn 5-2. Liðið er í 6. sæti spænsku deildarinnar með 23 stig eftir 13 umferðir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði eitt þegar Leipzig tapaði 3-2 gegn Leverkusen í þýsku deildinni. Leipzig er í 9. sæti með 13 stig eftir 12 umferðir.
Emelía Óskarsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Köge vann AGF 2-0 í átta liða úrslitum danska bikarsins.
Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir voru í byrjunarliðinu þegar Braga tapaði 3-2 gegn Benfica í portúgölsku deildinni. Braga er í 4. sæti með 8 stig eftir sjö umferðir.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir var í byrjunarliði Anderlecht sem vann Gent 2-1 í 8-liða úrslitum belgíska bikarsins.
Athugasemdir

