Otto Addo, landsliðsþjálfari Gana, segir að það sé kominn tími til að landsliðsmaðurinn Antoine Semenyo taki næsta skref á ferlinum.
Öll stórliðin á Englandi hafa sýnt honum áhuga undanfarið en hann hefur komið að níu mörkum í 13 leikjum á tímabilinu. 65 milljón punda riftunarákvæði í samningi hans verður virkt í janúar.
Öll stórliðin á Englandi hafa sýnt honum áhuga undanfarið en hann hefur komið að níu mörkum í 13 leikjum á tímabilinu. 65 milljón punda riftunarákvæði í samningi hans verður virkt í janúar.
„Hann hefur gert mjög góða hluti hjá Bournemouth en með fullri virðingu fyrir þeim og því sem þeir eru að gera þá er eðlilegt fyrir hann að taka næsta skref," sagði Addo.
„Hvort sem það er í vetur eða í sumar er annað mál en það skiptir ekki máli fyrir okkur. Ég hlakka til að sjá hann sýna heiminum meira af því sem hann getur."
Athugasemdir

