Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   lau 06. desember 2025 15:15
Brynjar Ingi Erluson
Bose-bikarinn: Sextán ára með fernu gegn ÍA
Þorri Ingólfsson skoraði fjögur fyrir Víking
Þorri Ingólfsson skoraði fjögur fyrir Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Víkings unnu 5-3 sigur á ÍA í fyrsta leik Bose-bikarsins á Víkingsvellinum í hádeginu í dag. Þorri Ingólfsson skoraði fernu fyrir Víkinga.

Þorri er 16 ára gamall og spilaði fyrstu deildarleiki sína með Víkingum í sumar.

Hann átti algera stjörnuframmistöðu gegn Skagamönnum og skoraði fernu.

Staðan var 3-3 í hálfleik og gerði Þorri öll þrjú mörk Víkinga. Gísli Eyjólfsson skoraði tvö og Brynjar Óðinn Atlason eitt, en Brynjar er 16 ára gamall.

Í þeim síðari skoraði Þorri fjórða mark sitt og þá gerði Björgvin Brimi Andrésson fyrsta mark sitt í Víkingstreyjunni en hann gekk í raðir félagsins frá Gróttu eftir síðasta tímabil.

Næstu helgi mætast ÍA og Fylkir í sama riðli og viku síðar spilar Fylkir við Víkings í lokaleik riðilsins.
Athugasemdir
banner