Samantha Rose Smith hefur yfirgefið Breiðablik eftir eitt og hálft ár með félaginu.
Sammy hefur verið algjör lykilmaður í ógnarsterku liði Blika þar sem hún hjálpaði Kópavogskonum að vinna tvo Íslandsmeistaratitla með 12 mánaða millibili.
Hún var algjör lykilleikmaður hjá FHL í Lengjudeildinni og skipti yfir til Breiðabliks í fyrrasumar. Hún fór beint í lykilhlutverk hjá Blikum þar sem hún skoraði 9 mörk í 7 síðustu leikjum deildartímabilsins 2024 til að hjálpa félaginu að verða Íslandsmeistari.
Á þessu ári var hún svo aftur í lykilhlutverki er Blikar vörðu titilinn sinn, með 12 mörk skoruð í 23 leikjum.
Sammy hefur verið orðuð við endurkomu til Bandaríkjanna þar sem hún er sögð líkleg til að ganga í raðir Boston Legacy. Boston er nýlega stofnað félagslið sem stefnir á að fá inngöngu í efstu deild kvenna á næsta ári.
Athugasemdir



