Eftir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni velur Troy Deeney úrvalslið umferðarinnar. Það var leikið í miðri viku í ensku úrvalsdeildinni þessa vikuna og þetta er því seinna lið vikunnar!
Markvörður: Dean Henderson (Crystal Palace) - Hann er að verða einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar. Sýnir mikinn stöðugleika og er í liðinu eftir 1-0 sigur gegn Burnley.
Varnarmaður: Cristian Romero (Tottenham Hotspur) - Svo sannarlega í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Spurs gegn Newcastle. Skoraði bæði mörk Tottenham, það seinna dramatískt jöfnunarmark með bakfallsspyrnu.
Varnarmaður: Jan Paul van Hecke (Brighton & Hove Albion) - Skoraði tvö mörk í 3-4 tapi gegn Aston Villa. Ekki oft sem leikmenn úr tapliðum komast í lið vikunnar.
Varnarmaður: Jaka Bijol (Leeds United): - Slóveninn skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í mögnuðum 3-1 sigri Leeds gegn Chelsea. Var einnig feikilega öflugur varnarlega.
Varnarmaður: Lewis Hall (Newcastle United) - Besti maður vallarins í leiknum gegn Tottenham. Ef hann heldur áfram á þessari braut byrjar hann í vinstri bakverði fyrir England á HM.
Varnarmaður: Daniel Munoz (Crystal Palace) - Að mínu mati leikmaður tímabilsins til þessa. Sífellt ógnandi og skoraði sigurmarkið gegn Burnley.
Miðjumaður: Phil Foden (Manchester City) - Sá er heitur. Skoraði tvö í þessum ótrúlega sigurleik gegn Fulham. Farinn að sýna sínar bestu hliðar á ný.
Miðjumaður: Ao Tanaka (Leeds United) - Japaninn skoraði í sigrinum gegn Chelsea. Klókur leikmaður og það er eins og hann hafi spilað í deildinni í áratug.
Miðjumaður: Mikel Merino (Arsenal) - Spilaði sem sóknarmaður en er á miðjunni í úrvalsliðinu. Tengir gríðarlega vel og skoraði í 2-0 sigrinum gegn Brentford.
Sóknarmaður: Ollie Watkins (Aston Villa) - Hefur verið nokkuð erfitt tímabil hjá Watkins en hann skoraði tvö mörk í 4-3 sigrinum gegn Brighton og brosti á ný. Hann dró Villa yfir línuna.
Sóknarmaður: Erling Haaland (Manchester City) - Skoraði í 5-4 sigrinum gegn Fulham. 100 mörk í 111 leikjum, það er ekki hægt að sleppa því að velja hann í lið umferðarinnar.
Stjórinn: Daniel Farke (Leeds United) - Sigurinn gegn Leeds var sannfærandi og öflugur. Léttir pressunni af Farke. Leeds var betra frá öllum hliðum séð.
Athugasemdir


