Inter Miami vann úrslitakeppni MLS deildarinnar í Bandaríkjunum í kvöld þegar liðið lagði Vancouver Whitecaps af velli í úrslitaleiknum.
Edier Ocampo varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks og koma Inter Miami yfir. Vancouver náði að jafna metin eftir klukkutíma leik en Rodrigo De Paul kom Inter aftur yfir eftir undirbúning Lionel Messi.
Edier Ocampo varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma leiks og koma Inter Miami yfir. Vancouver náði að jafna metin eftir klukkutíma leik en Rodrigo De Paul kom Inter aftur yfir eftir undirbúning Lionel Messi.
Í uppbótatíma átti Jordi Alba langa sendingu fram völlinn á Lionel Messi sem sendi á Tadeo Allende sem innsiglaði sigur Inter Miami og tryggði liðinu titilinn.
Þetta er í fyrsta sinn sem félagið vinnur stóra titilinn. Sergio Busquets var einnig í byrjunarliði Inter Miami en Luis Suarez var ónotaður varamaður. Thomas Muller var í byrjunarliði Vancouver.
Lionel Messi lifts the MLS Cup for Inter Miami ????
— B/R Football (@brfootball) December 6, 2025
(via @MLS)pic.twitter.com/pjWbDSo4C8
Athugasemdir



