Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fös 05. desember 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Tap í fyrsta leik eftir brottrekstur Bo Henriksen
Stuðningsmenn Gladbach fögnuðu í kvöld
Stuðningsmenn Gladbach fögnuðu í kvöld
Mynd: EPA
Mainz 0 - 1 Borussia M.
0-1 Danny da Costa ('58 , sjálfsmark)

Bo Henriksen var rekinn frá Mainz í vikunni eftir arfaslakt gengi liðsins. Liðið situr á botni þýsku deildarinnar með sex stig eftir 13 umferðir. Henriksen var áhugasamur um að taka við íslenska landsliðinu áður en Arnar Gunnlaugsson var ráðinn.

Liðið fékk Borussia Monchengladbach í heimsókn í fyrsta leiknum eftir brottrekstur Henriksen.

Gladbach var með þónokkra yfirburði en það þurfti hins vegar sjálfsmark frá Danny da Costa, varnarmanni Mainz, til að tryggja Gladbach stigin þrjú.

Gladbach er í 9. sæti með 16 stig og eins og fyrr segir er Mainz á botninum með sex stig en liðið hafnaði í 6. sæti á síðustu leiktíð.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 12 11 1 0 44 9 +35 34
2 RB Leipzig 12 8 2 2 22 13 +9 26
3 Dortmund 12 7 4 1 21 11 +10 25
4 Leverkusen 12 7 2 3 28 17 +11 23
5 Hoffenheim 12 7 2 3 25 17 +8 23
6 Stuttgart 12 7 1 4 21 17 +4 22
7 Eintracht Frankfurt 12 6 3 3 28 23 +5 21
8 Freiburg 12 4 4 4 19 20 -1 16
9 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
10 Werder 12 4 4 4 16 21 -5 16
11 Köln 12 4 3 5 21 20 +1 15
12 Union Berlin 12 4 3 5 15 19 -4 15
13 Hamburger 12 3 3 6 11 18 -7 12
14 Augsburg 12 3 1 8 15 27 -12 10
15 Wolfsburg 12 2 3 7 14 22 -8 9
16 Heidenheim 12 2 2 8 10 27 -17 8
17 St. Pauli 12 2 1 9 10 24 -14 7
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner