PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   sun 07. desember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Vanvirðing við liðsfélagana og stjórann"
Mynd: EPA
Mohamed Salah fór í mjög athyglisvert viðtal eftir jafntefli Liverpool gegn Leeds í gær.

Salah hefur þurft að sætta sig við að byrja á bekknum í síðustu þremur leikjum. Hann kom ekkert við sögu í gær en fór samt sem áður í viðtal.

Þar hraunaði hann yfir Arne Slot og félagið að vanvirða sig með því að setja hann á bekkinn. Chris Sutton, sérfræðingur á BBC, var ekki hrifinn af þessari nálgun hjá Salah.

„Vandræðalegt af Mo Salah og vanvirðing við liðsfélagana og stjórann. Salah er ekki öðruvísi en einhver annar leikmaður. Ef leikmaður er ekki upp á sitt besta eins og Salah hefur verið verður hann að sætta sig við það að vera bekkjaður. Hann telur því miður að hann sé of góður til að vera bekkjaður," skrifaði Sutton í X.
Athugasemdir
banner