Pep Guardiola var í skýjunum eftir sigur Man City gegn Sunderland í dag.
Ruben Dias og Josko Gvardiol skoruðu í fyrri hálfleik og Phil Foden innsiglaði 3-0 sigur liðsins í seinni hálfleik.
Ruben Dias og Josko Gvardiol skoruðu í fyrri hálfleik og Phil Foden innsiglaði 3-0 sigur liðsins í seinni hálfleik.
Guardiola gat ekki neitað því að þetta hafi verið góður dagur þar sem Arsenal og Chelsea töpuðu stigum. City er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal.
„En af minni reynslu vinnur maður úrvalsdeildina miðað við hvernig við stöndum okkur og vöxum. Maður þarf að sýna stöðugleika. Við erum að leitast eftir því og við höfum verið góðir en ekki yfir heila 90 mínútur. Þetta var í fyrsta sinn sem við vorum mjög góðir allar 90 mínúturnar," sagði Guardiola.
Athugasemdir



