Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   lau 06. desember 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius ánægður með nýtt hlutverk
Mynd: EPA
Spænski miðillinn AS greinir frá því að Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, sé búinn að finna gleðina á ný og sé ánægður hjá félaginu.

Mikið hefur verið rætt og ritað um vont samband Vinicius og Xabi Alonso en AS segir að nýtt hlutverk á vellinum í undanförnum leikjum hafi bjargað sambandinu.

Vinicius spilaði mikið á vinstri kantinum í byrjun tímabils en Alonso hefur fært hann framar og hann spilar meira með Mbappe í fremstu víglínu.

Hann hefur því meira frjálsræði fram á við og þarf ekki að sinna eins mikilli varnarvinnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner