PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Karólína lagði upp og Cecilía hélt hreinu - Hlín fór meidd af velli
Kvenaboltinn
Karólína Lea lagði upp þriðja mark Inter
Karólína Lea lagði upp þriðja mark Inter
Mynd: Inter
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir halda áfram að gera það gott með Inter í ítölsku deildinni en þær spiluðu báðar í 5-0 stórsigri liðsins á Genoa í dag.

Karólína Lea lagði upp þriðja mark Inter sem kom undir lok fyrri hálfleiksins og bættu heimakonur við tveimur í viðbót áður en flautað var til leiksloka.

Cecilía hélt hreinu þriðja leikinn í röð og átti margar góðar vörslur í markinu.

Inter er í 5. sæti deildarinnar með 12 stig, sjö stigum frá toppnum eftir átta leiki.

Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Leicester í 3-0 tapi gegn Manchester City í WSL-deildinni á Englandi.

Framherjinn þurfti að fara af velli á 35. mínútu vegna meiðsla, en Leicester er í 9. sæti með aðeins 6 stig eftir tíu umferðir.
Athugasemdir
banner
banner