Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   lau 06. desember 2025 18:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Ekitike með tvö mörk á tveimur mínútum
Mynd: EPA
Liverpool er með tveggja marka forystu þegar fimm mínútur eru liðnar af seinni hálfleik gegn Leeds á Elland Road.

Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill en Curtis Jones var nálægt því að skora þegar hann átti skot í slána.

Þegar seinni hálfleikur var aðeins þriggja mínútna gamall komst Liverpool yfir. Joe Rodon átti skelfilega þversendingu í öftustu línu og Ekitike komst í boltann og skoraði af öryggi.

Stuttu síðar vildi Ekitike fá vítaspyrnu en leikurinn hélt áfram. Conor Bradley fékk boltann og átti fyrirgjöf og Ekitike var á undan Lucas Perri, markverði Leeds, í boltann og skoraði annað mark Liverpool aðeins tveimur mínútum eftir fyrra markið.

Ekitike hefur skorað átta mörk í 21 leik á tímabilinu.

Sjáðu fyrra markið
Sjáðu seinna markið
Athugasemdir
banner
banner
banner