Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fös 05. desember 2025 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur dregur lið sitt úr Bose-bikarnum
Valur fagnar marki í sumar.
Valur fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur ákveðið að draga lið sitt úr Bose-bikarnum en liðið átti að spila sinn fyrsta leik í mótinu gegn KR á morgun.

Vísir greinir frá en þar segir að Valur hafi ákveðið að draga lið sitt úr keppni vegna slæmrar stöðu á leikmannahópi liðsins.

Meiðsli og veikindi eru að herja á Valsmenn og töldu þeir sig ekki geta teflt fram liði í mótinu.

Gareth Owen, yfirmaður fótboltamála hjá Val, segir við Vísi að Valsmenn hafi byrjað að æfa seinna út af breytingum á þjálfarateymi liðsins. Þegar æfingar byrjuðu aftur í vikunni hafi lítilsháttar meiðsli komið upp.

Hægt er að lesa meira um Bose mótið og leikjaskipulag með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner