Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fös 05. desember 2025 21:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur Ingi kominn aftur til Keflavíkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Ingi Valsson er genginn til liðs við Keflavíkur og skrifar undir tveggja ára samning. Hann kemur til liðsins frá KA.

Hann er 26 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem er uppalinn hjá Leikni Fáskrúðsfirði. Hann er kominn aftur til Keflavíkur en hann spilaði þar frá 2019 áður en hann gekk til liðs við KA undir lok sumargluggans í fyrra.

Dagur varð bikarmeistari með KA í fyrra þar sem hann skoraði markið sem innsiglaði 2-0 sigur gegn Víkingi í úrsliitaleiknum. Hann hefur spilað 222 leiki á ferlinum og skorað 20 mörk.

Hann mun spila með Keflavík í Bestu deildinni á næstu leiktíð en liðið tryggði sér sæti í deild þeirra bestu eftir að hafa unnið HK í úrslitum umspilsins í Lengjudeildinni síðasta sumar.



Athugasemdir
banner
banner
banner