Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   lau 06. desember 2025 13:39
Brynjar Ingi Erluson
Guðrún skoraði gegn deildarmeisturunum
Kvenaboltinn
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Guðrún Arnardóttir skoraði fyrir Braga í 3-2 tapi gegn fimmföldum deildarmeisturum Benfica í portúgölsku deildinni í dag.

Benfica þurfti á öllum kröftum sínum að halda gegn sterku liði Braga sem var með tvo Íslendinga í byrjunarliðinu.

Ásdís Karen Halldórsdóttir byrjaði í fremstu víglínu og þá var Guðrún Arnardóttir í vörninni.

Sú síðarnefnda skoraði annað mark Braga og jafnaði metin þegar lítið var eftir af leiknum en meistarar finna alltaf leiðir til að vinna leiki.

Sigurmarkið kom á annarri mínútu í uppbótartíma en það gerði norski miðjumaðurinn Rachel Engesvik.

Benfica er á toppnum með 19 stig en Braga er í 4. sætinu með 8 stig.
Athugasemdir