Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   lau 06. desember 2025 20:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Szoboszlai: Héldum að leikurinn væri búinn
Mynd: EPA
Liverpool gerði 3-3 jafntefli gegn Leeds í kvöld. Liverpool komst í 2-0 en Leeds náði að jafna metin. Dominik Szoboszlai kom Liverpool aftur yfir áður en Ao Tanaka bjargaði stigi fyrir Leeds seint í uppbótatíma.

„Ég veit ekki hvað gerðist eftir að við komumst í 2-0. Ég held að við höfum haldið að leikurinn væri búinn," sagði Szoboszlai eftir leikinn.

Liverpool hefur verið í stórkostlegum vandræðum á tímabilinu og situr í 8. sæti. Liðið hefur verið að fá á sig mikið af mörkum eftir föst leikatriði. Tanaka skoraði eftir eitt slíkt en það var tíunda markið sem Liverpool fær á sig eftir fast leikatriði. Aðeins Nottingham Forest hefur fengið á sig fleiri mörk (11).

„Við töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri svona leikur þar sem þú mátt ekki vanmeta andstæðinginn. Þeir fengu skriðþunga til að jafna metin eftir vítið. VIð komum til baka, það var gott svar hjá liðinu en við fengum aftur mark á okkur eftir fast leikatriði sem er ekki gaman."
Athugasemdir
banner
banner
banner