PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Ótrúlegur þrumufleygur frá 39 ára Hulk
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarleikmaðurinn Hulk er orðinn 39 ára gamall en starfar enn sem atvinnumaður í fótbolta.

Hann er fyrirliði Atlético Mineiro í heimalandinu og skoraði ótrúlegt mark í stórsigri gegn Vasco da Gama á dögunum.

Hann skoraði beint úr aukaspyrnu af rúmlega 30 metra færi með alvöru bylmingsskoti.

Hulk er þar með kominn með 15 mörk og 6 stoðsendingar í 41 leik á tímabilinu en hann hefur verið lykilmaður í sterku liði Atlético Mineiro undanfarin ár.

Á ferli sínum í Evrópu lék hann með Porto og Zenit en hann skoraði 11 mörk í 49 landsleikjum með Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner