Það stefnir allt í að Mohamed Salah muni yfirgefa Liverpool í janúar eftir að hann hraunaði yfir Arne Slot í viðtali eftir jafntefli gegn Leeds í gær.
Salah hefur þurft að sætta sig við að byrja á bekknum í síðustu leikjum en hann er alls ekki sáttur með stöðuna. Hann kom ekkert við sögu í gær en fór samt sem áður í viðtal þar sem hann ræddi meðal annars um samband sitt við Slot.
Salah hefur þurft að sætta sig við að byrja á bekknum í síðustu leikjum en hann er alls ekki sáttur með stöðuna. Hann kom ekkert við sögu í gær en fór samt sem áður í viðtal þar sem hann ræddi meðal annars um samband sitt við Slot.
„Ég átti gott samband við stjóran en allt í einu var ekkert samband, ég veit ekki af hverju. Ég sé þetta þannig að hann er einhver sem vill ekki hafa mig hérna hjá félaginu," sagði Salah.
Salah sagði frá því að hann hafi hringt í foreldra sína til að byðja þau um að mæta á leik Liverpool og Brighton þann 13. desember þar sem það gæti verið hans síðasti leikur.
Athugasemdir


