Það fóru fimm leikir fram í ensku ofurdeildinni í dag þar sem slæmt gengi Englandsmeistara Chelsea hélt áfram.
Chelsea tapaði óvænt heimaleik gegn Everton þrátt fyrir yfirburði og er aðeins komið með tvö stig úr síðustu þremur leikjum. Meistararnir eru í öðru sæti, sex stigum á eftir toppliði Manchester City sem vann sinn leik.
Man City fór létt með fallbaráttulið Leicester City í leik þar sem Khadija Shaw skoraði tvö og lagði eitt upp.
Manchester United stökk aftur uppfyrir Arsenal og í þriðja sætið með sigri gegn West Ham og eru Rauðu djöflarnir aðeins einu stigi á eftir Chelsea, sjö stigum frá toppnum.
Tottenham og Brighton unnu einnig sína leiki í dag. Tottenham er að eiga gott tímabil og er jafnt Arsenal á stöðutöflunni með 19 stig, einu stigi á eftir Man Utd.
Chelsea 0 - 1 Everton
0-1 Honoka Hayashi ('12)
Leicester 0 - 3 Man City
0-1 Khadija Shaw ('74)
0-2 Khadija Shaw ('83)
0-3 Kerolin ('94)
Man Utd 2 - 1 West Ham
1-0 Elisabeth Terland ('37)
1-1 Shekiera Martinez ('53)
2-1 Dominique Janssen ('71)
Tottenham 2 - 1 Aston Villa
0-1 Kirsty Hanson ('84)
1-1 Bethany England ('85)
2-1 Olivia Holdt ('95)
Rautt spjald: Oceane Deslandes, Aston Villa ('65)
London City 0 - 1 Brighton
0-1 Kiko Seike ('6)
0-1 Madison Haley, misnotað víti ('19)
Athugasemdir



