Tom Hicks, fyrrum eigandi enska félagsins Liverpool, er látinn, 79 ára að aldri.
Hicks eignaðist Liverpool ásamt George Gillett árið 2007 en þeir félagarnir seldu hlut sinn árið 2010 til Fenway Sports Group vegna fjárhagserfiðleika.
„Af öllu sem því hann afrekaði í sínu magnaða lífi þá þótti honum vænst um titilinn sem pabbi. Þrátt fyrir allt mótlætið og mæðuna sem hann mætti í lífinu þá var hann stöðugur í örlæti sínu og ást fyrir fjölskyldunni. Hann verður áfram drifkraftur fjölskyldunnar og það er ótrúlegur heiður fyrir okkur að halda áfram að breiða út arfleifð hans. Þó við séum eyðilögð yfir missinum þá erum við samt ótrúlega þakklát fyrir að vera börnin hans,“ sagði fjölskylda Hicks í tilkynningu sem þau sendu út í dag.
Hicks og Gillett voru ekkert sérstaklega vinsælir hjá stuðningsmönnum Liverpool. Þeir komu skuldum félagsins í 237 milljónir punda og efndu ekki loforðum um að endurnýja Anfield eða að byggja nýjan leikvang.
Hicks átti einnig íshokkíliðið Dallas Stars frá 1995 til 2011 og hafnaboltaliðið Texas Rangers frá 1998 til 2010. Dallas Stars vann tvo deildartitla árið 1996 og 1998 ásamt því að vinna Stanley-bikarinn árið 1999. Rangers vann Vesturdeildina þrisvar sinnum og lentu þá í öðru sæti í World Series árið 2010.
Athugasemdir




