Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   fös 05. desember 2025 19:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svona eru riðlarnir á HM - Mexíkó og Suður Afríka mætast í opnunarleiknum
Mynd: EPA
Búið er að draga í riðla fyrir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar.

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru líklega að fara á sitt síðasta stórmót. Messi og ríkjandi Heimsmeistarar Argentínu eru í J-riðli ásamt Austurríki, Alsír og Jórdaníu. Ronaldo og Portúgal er í K-riðli með Kólumbíu, Úsbekistan og sigurvegara í umspili þar sem Nýja-Kaledónía mæta Jamaíku í leik um að spila úrslitaleik gegn Kongó.

England er í L-riðli ásamt Króatíu, Panama og Gana. Mexíkó, Suður-Kórea og Suður-Afríka eru í A-riðli en Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar Írland í verða með þessum liðum í riðli ef liðið vinnur umspilið sitt. Sigurvegarinn úr Tékkland - Írland mun mæta sigurvegaranum úr Danmörk - Norður-Makedónía.

Opnunarleikur mótsins verður leikur Mexíkó og Suður Afríku. Leikjaniðurröðunin verður opinberuð á morgun.

A-riðill: Mexíkó, Suður-Kórea, Suður-Afríka, Evrópu-umspil D
B-riðill: Kanada, Sviss, Katar, Evrópu-umspil A
C-riðill: Brasilía, Marokkó, Skotland, Haítí
D-riðill: Bandaríkin, Ástralía, Paragvæ, Evrópu-umspil C
E-riðill: Þýskaland, Ekvador, Fílabeinsströndin, Curacao
F-riðill: Holland, Japan, Túnis, Evrópu-umspil B
G-riðill: Belgía, Íran, Egyptaland, Nýja-Sjáland
H-riðill: Spánn, Úrúgvæ, Sádi-Arabía, Grænhöfðaeyjar
I-riðill: Frakkland, Senegal, Noregur, FIFA umspil
J-riðill: Argentína, Austurríki, Alsír, Jórdanía
K-riðill: Portúgal, Kólumbía, Úsbekistan, FIFA umspil
L-riðill: England, Króatía, Panama, Gana


Athugasemdir