Stjórn Englandsmeistara Liverpool mun þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir á næstu dögum en James Pearce hjá Athletic segir að ef Arne Slot og Mohamed Salah nái ekki sáttum mun annar þeirra þurfa að yfirgefa félagið.
Salah sat allan tímann á bekknum hjá Liverpool í 3-3 jafnteflinu gegn Leeds í gær.
Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Slot er með Salah á bekknum, en Egyptinn varpaði sprengju í viðtali eftir leik og sagði að einhver hjá félaginu væri að reyna að bola honum út.
Salah, sem hefur verið einn af bestu mönnum Liverpool síðan hann kom frá Roma árið 2017, að í byrjun hafi samband þeirra verið gott, en að nú sé ekkert samband á milli þeirra.
Egyptinn hefur verið óvenju slakur á þessari leiktíð, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa átt sitt besta tímabil með félaginu þar sem hann kom að 57 mörkum í öllum keppnum, en hann er alls ekki sá eini.
Cody Gakpo og Ibrahima Konate hafa verið jafn slakir og jafnvel verri en Salah, en haldið sæti sínu í liðinu.
James Pearce segir að nú séu mikilvægir dagar framundan hjá Michael Edwards, yfirmanni fótboltamála hjá Fenway Sports Group og Richard Hughes, yfirmanni íþróttamála hjá Liverpool.
„Þessi geðsveifla hjá Mohamed Salah var eigingjörn og dónaleg. Hann hefur brugðist Liverpool og færir þetta bara meiri neikvæðni á félagið á þessum erfiðu tímum,“ sagði Pearce á Athletic.
„Ummæli Salah sýndu líka augljósan skort á sjálfstilvitund varðandi leikform hans á tímabilinu,“ sagði Pearce, en hann talaði þar um ummæli Salah sem sagðist ekki skilja af hverju hann væri að lenda í þessu. Hann væri búinn að gera svo mikið fyrir félagið og að hann þurfti ekki að berjast fyrir stöðu sinni í liðinni því hann væri búinn að vinna sér stöðuna fyrir löngu.
„Nei, þetta virkar ekki svoleiðis. Þú þarft að halda áfram að að gera það og raunveruleikinn er sá að þegar Slot henti Salah á bekkinn gegn West Ham þá voru fáar raddir sem mótmæltu því. Það er af því hann hefur verið svo gagnslaus með aðeins fimm mörk og þrjár stoðsendingar í nítján leikjum í öllum keppnum.“
„Ef það verður ekki hægt að ná sáttum mun Salah eða Slot þurfa að fara. Miðað við stuðning eigendanna við stjórann þá er erfitt að sjá þá taka hlið Salah, sem hefur á síðustu mánuðum litið út eins og maður sem er að tapa kröftum sínum,“ sagði Pearce enn fremur.
Salah sagði í viðtalinu við TV2 Sport að næsti leikur gegn Brighton gæti verið hans síðasti fyrir félagið. Liverpool mun reyna að stilla til friðar á næstu dögum en ef það gengur þá gæti það þurft að selja Salah í janúar eða reka Slot.
Félög í Sádi-Arabíu fylgjast grannt með framvindu mála en það mun kosta sitt að sækja Egyptann frá Liverpool. Salah skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í sumar og Sádarnir ekki farið leynt með það að Salah sé númer eitt á óskalistanum.
Athugasemdir


