Tryggvi Snær Geirsson er, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, nálægt því að ákveða hvar hann spilar á næsta tímabili.
Tryggvi er án félags eftir að samningur hans við Fram rennur út og stendur valið á milli Þróttar og Gróttu.
Tryggvi er án félags eftir að samningur hans við Fram rennur út og stendur valið á milli Þróttar og Gróttu.
Tryggvi er 25 ára miðjumaður, uppalinn í KR, en fór í Fram fyrir tímabilið 2020 og var því að klára sitt sjötta tímabil með liðinu.
Grótta endaði í 2. sæti 2. deildar í sumar og komst upp í Lengjudeildina. Þróttur endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar í sumar.
Athugasemdir

