Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   lau 06. desember 2025 21:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Íslendingaliðin í Grikklandi í spennandi baráttu
Hjörtur Hermannsson
Hjörtur Hermannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Volos sem gerði 1-1 jafntefli gegn Kifisia í grísku deildinni í kvöld.

Volos er í 4. sæti með 22 stig eftir 13 umferðir. Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Levadiakos eru í 5. sæti með 21 stig eftir 12 umferðir og Sverrir Ingi Ingason og félagar í Panathinaikos eru í 6. sæti með 18 stig eftir 11 umferðir. Fjögur efstu liðin keppast um titilinn eftir tvískiptingu en það er þó enn mikið eftir.

Lúkas Petersson var í markinu þegar varalið Hoffenheim vann 1-0 gegn Regensburg í þriðju efstu deild í Þýskalandi.

Hoffenheim er 6. sæti með 27 stig eftir 17 umferðir.
Athugasemdir
banner