Luis Díaz var dæmdur í þriggja leikja bann í Meistaradeildinni eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Bayern gegn PSG eftir ljótt brot á Achraf Hakimi.
Bayern áfrýjaði banninu og UEFA hefur staðfest að bannið hefur verið stytt í tvo leiki.
Bayern áfrýjaði banninu og UEFA hefur staðfest að bannið hefur verið stytt í tvo leiki.
Díaz skoraði bæði mörk Bayern í 2-1 sigri gegn PSG en var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiks. Hann var í banni í 3-1 tapi liðsins gegn Arsenal og verður ekki með gegn Sporting í næstu viku. Hann verður klár í slaginn Union St. Gilloise 21. janúar.
Díaz hefur skorað fimm mörk og lagt upp sjö í 12 leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir



