Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fös 05. desember 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mosquera spilar ekki meira á árinu
Mynd: EPA
Það eru mikil meiðslavandræði í herbúðum Arsenal og þá sérstaklega í öftustu línu.

William Saliba og Gabriel hafa verið fjarverandi undanfarið og Cristhian Mosquera meiddist í 2-0 sigri liðsins gegn Brentford á dögunum.

Mikel Arteta segir að hann þurfi að fara í frekari rannsóknir en talið er að hann verði frá næstu sex til átta vikurnar.

Arteta sagði að Saliba sé nálægt því að snúa aftur en Gabriel verður líklega ekki klár fyrr en eftir áramót.
Athugasemdir
banner
banner