Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fös 05. desember 2025 11:30
Kári Snorrason
„Næ í skóna ef við mætum FH í bikarnum“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Daníel Sverrisson hefur lagt skóna á hilluna og hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun. Hann var nýverið ráðinn þjálfari Sindra og gerði þriggja ára samning við félagið.

Í viðtali við Fótbolta.net á dögunum útilokaði Björn þó ekki að taka skóna af hillunni ef áhuginn væri til staðar.

„Nei, ég mun ekki spila eins og staðan er núna. Ég er ekki góður í skrokknum. Ég vonast til þess að ég sýni einhverja þjálfarahæfileika svo að ég þurfi ekki að spila. Mér fyndist það eiginlega leiðinlegt að þurfa að gera það. Leiðinlegt fyrir strákana í Sindra að ég, sem er búinn að leggja skóna á hilluna, þykist koma og geta eitthvað. Síðan er ég ekki búinn að hreyfa mig í fjóra mánuði, kominn með bumbu og ætla þykjast vera góður en ég væri að gera liðið verra.

Ég býst við að spila eitthvað fótbolta í vetur, bara því mér finnst leiðinlegt í ræktinni. Ef ég næ að halda mér í ágætis standi og það kitlar eitthvað að fara inn á völlinn þá kannski spila ég eitthvað. Sérstaklega ef við mætum FH í bikarnum, þá næ ég í skóna,“ sagði Björn að lokum.
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
Athugasemdir
banner
banner