Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   fös 05. desember 2025 21:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Höldum áfram að horfast í augu við hörmulegar ákvarðanir dómara"
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Samsunspor sendi frá sér yfirlýsingu eftir tap gegn Galatasaray í kvöld.

Galatasaray var með 2-0 forystu í hálfleik en Samsunspor náði að jafna áður en Victor Osimhen skoraði sigurmark Galatasaray í uppbótatíma.

Samsunspor var ekki sátt með dómgæsluna í kvöld en liðið vildi fá vítaspyrnu þegar Kazimcan Karatas fékk boltann í höndina undir lok leiksins.

„Kvöldið í kvöld hefur í alla staði verið svart kvöld fyrir fótboltann. Þrátt fyrir kröfur okkar um hreinan, sanngjarnan og réttlátan fótbolta, höldum við áfram að horfast í augu við hörmulegar ákvarðanir dómara leiksins á öllum sviðum," segir í yfirlýsingu Samsunspor.

„Þrátt fyrir yfirlýsingar frá félaginu okkar og forseta okkar, herra Yüksel Y?ld?r?m, er augljóst að dómararnir hafa ekki leiðrétt sjálfa sig eða ákvarðanir sínar; þvert á móti, í hverjum leik hafa þeir dæmt mun verri ákvarðanir en í þeim fyrri."

„Á lokamínútum leiksins í kvöld var vítaspyrna ekki dæmd. Atvikið var hunsað. Snerting boltans við leikmann andstæðinganna var hunsuð. Einhliða ákvarðanir sem stöðugt eru teknar gegn liði okkar hafa nú náð til himins í kvöld."

Logi Tómasson spilaði 81 mínútu fyrir Samsunspor í kvöld.

Samsunspor last minute penalty shout against Galatasaray
byu/03-05-1907 insoccer



Athugasemdir
banner