Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   lau 06. desember 2025 19:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Ferran Torres með þrennu í átta marka leik
Mynd: EPA
Það var magnaður leikur í Sevilla þar sem Real Betis fékk Barcelona í heimsókn.

Antony kom Betis yfir snemma leiks en eftir hálftíma leik var Barcelona komið með tveggja marka forystu. Ferran Torres skoraði tvennu og hinn tvítugi Roony Bardghji skoraði eitt, hann lagði einnig upp eitt á Torres.

Torres innsiglaði síðan þrennuna þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks.

Lamine Yamal gerði svo gott sem út um leikinn með marki úr vítaspyrnu eftir klukkutíma leik. Betis náði að klóra í bakkann með tveimur mörkum undir lokin en nær komst liðið ekki.

Real Sociedad er enn án Orra Steins Óskarssonar sem er á meiðslalistanum. Liðið tapaði öðrum leiknum í röð þegar Lucas Boye skoraði eina mark leiksins fyrir Alaves úr vítaspyrnu.

VIllarreal vann sjötta leikinn í röð í deildinni þegar liðið vann Getafe.

Betis 3 - 5 Barcelona
1-0 Antony ('6 )
1-1 Ferran Torres ('11 )
1-2 Ferran Torres ('13 )
1-3 Roony Bardghji ('31 )
1-4 Ferran Torres ('40 )
1-5 Lamine Yamal ('59 , víti)
2-5 Diego Llorente ('85 )
3-5 Cucho Hernandez ('90 , víti)

Villarreal 2 - 0 Getafe
1-0 Tajon Buchanan ('45 )
2-0 Georges Mikautadze ('64 )
Rautt spjald: Luis Milla, Getafe ('48)

Alaves 1 - 0 Real Sociedad
1-0 Lucas Boye ('45 , víti)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 18 +29 40
2 Real Madrid 15 11 3 1 32 13 +19 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 15 9 4 2 28 14 +14 31
5 Betis 15 6 6 3 23 19 +4 24
6 Espanyol 14 7 3 4 18 16 +2 24
7 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
8 Athletic 15 6 2 7 14 20 -6 20
9 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
10 Vallecano 14 4 5 5 13 15 -2 17
11 Elche 14 3 7 4 15 17 -2 16
12 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
13 Celta 14 3 7 4 16 19 -3 16
14 Sevilla 14 5 1 8 19 23 -4 16
15 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
16 Valencia 14 3 5 6 13 22 -9 14
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 14 2 6 6 13 26 -13 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
Athugasemdir
banner